Gaukur dagsins!

thorunnklara.jpg

Heimsóknir

mod_vvisit_countermod_vvisit_countermod_vvisit_countermod_vvisit_countermod_vvisit_countermod_vvisit_counter
mod_vvisit_counterToday29
mod_vvisit_counterYesterday11
mod_vvisit_counterThis week46
mod_vvisit_counterLast week86
mod_vvisit_counterThis month266
mod_vvisit_counterLast month547
mod_vvisit_counterAll days309653
Sumar 2010 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Hjördís og Jóhannes   
Mánudagur, 18. október 2010 21:05

Nú er veturinn að ganga í garð, eftir frábært sumar, held að allir geti orðið sammála um að veðurfarslega hafi við verið heppinn með sumarið.  

Við hjónin erum búin að nota sumarið vel, höfum dvalist eins of og hægt hefur verið upp í sumarbústað við leik og störf. Aðalega hefur verið lögð áhersla á að ganga frá krakkahúsinu niður við leikvöllin þar. Klára verönd við húsið sem hlaut nafnið Halli (ekki heitið Halli) skúrin hallar svolítið og dregur nafn sitt af því.

Gunna Sigga og fjöldskylda dvöldust þar með okkur um síðustu helgi og var heldur betur spítt í lófana með að klára verönd í kringum húsið, svo að börnin geti nú leikið sér þar við búskap og brask. Jóhannes Albert lagði gjörva hönd á plóginn og veröndin var kláruð, auðvita með tengdapabba og Billa yfirsmið.

Júlí mánuður var notaður hér heima og girt ytri girðing hér í garðinum.

Við skruppum til Svíðþjóðar í byrjun ágústmánaðar í 10 daga, til að heimsækja Sigga, Lindu og dætur, fengum það auðvita konunglegar móttökur þar og var virkilega gaman að koma þar eins og alltaf.

Við dvöldustum í sumarbústaðnum það sem eftir lifði af ágústmánuði, aðallega við að undirbúa krakkahúsið og fjarlægja gróður sem er að kaffæra okkur þar, gerðum smá sáðkassa undir jarðarberjaplönntur og fl, sem við komum með okkur frá svíðþjóð og verður gaman að sjá hvað lifir af því. Einnig týndum við bláber í landinu við bústaðinn, gerðum bláberjasultu úr þeim, fengum að skera rabbabara hjá bændum á Efri Reykjum og sultuðum hann.

Sem sagt gott sumar í alla staði. 

 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 19. janúar 2011 22:17