Gaukur dagsins!

joimjoi.jpg

Heimsóknir

mod_vvisit_countermod_vvisit_countermod_vvisit_countermod_vvisit_countermod_vvisit_countermod_vvisit_counter
mod_vvisit_counterToday28
mod_vvisit_counterYesterday11
mod_vvisit_counterThis week45
mod_vvisit_counterLast week86
mod_vvisit_counterThis month265
mod_vvisit_counterLast month547
mod_vvisit_counterAll days309652
Árið 2010 á enda runnið Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Hjördís og Jóhannes   
Þriðjudagur, 18. janúar 2011 14:22

Nú eru jólin gengin í garð og við höfum haldið hátíðlega jólahátíð ásamt landsmönnum.

Veturinn hefur verið okkur hér sunnanlands mildur í veðri.  Jóa-systkinni (Gaukar) komu saman til kvöldverðar seint í nóvember á veitingastaðnum Domos, borðuðum þar ljúfan kvöldverð saman, áður en haldið var á söngleikinn Buddy Hollý í Asturbæ og var það virkilega gaman, 90% mæting var, það vantaði aðeins Þröst og Höllu, það sem þau þurfa að fara um langan veg að vestan til að mæta á svona samkomur.

Aðventan rann inn róleg og góð við leik og störf, aðventan er skemmtilegur tími og gott að geta birt upp skammdegið með fjölgun jólaljósa bæði innanhús og utan í myrkrinu sem fylgir vetrinum.

Við höfum reynt að halda ró okkar þrátt fyrir kreppu og vonbrigði með landsmálin á vettvangi stjórnmálana og dýrtíðar í litla landinu okkar, en það að allir séu hraustir og heilbrigðir er það sem skiptir mestu máli. 

Auðvita hefur sumarbústaðurinn verið notaður í vetur, þar sem hægt hefur verið að koma því við, alltaf gott að koma þangað og snúa ofan af sér í daglega amstrinu.

Við hjónin héldum hér smá aðventu kvöldverðarboð fyrir Helenu, Andreu Birtu og Gurrý æskuvinnkonu Hjördísar, ásamt dætrum Hjördísar og barnabörnum, þar sem Helena (dóttir Gurrýar) og Andrea Birta eru hér í jólafríi. Helena hefur verið í kóngsins kaupmannahöfn vegna náms.

Mikið er um desember afmæli í fjöldskylduni bæði Jóhannesar meginn og Hjördísar.

Fyrst held ég að Harpa (Thelmu) byrji og svo koma þau í röðum á eftir henni, Rakel Ósk, Jóhannes Albert, Lovísa Mjöll og Gunna Sigga rekur lestina, vona að ég gleymi engum.

Fjöldskylda Hjördísar eyddi hér saman aðfangadagskvöldi með börnum og átti hér yndislega stundir, vorum við sammála um að Sigtryggur Logi tæplega tveggja ára væri barasta besti prinsinn sem um getur, hann fór hér á kostum. 

Á jóladag komu hér börn Jóhannesar og borðuðu með okkur kvöldverð og sýndi Ásdís Hjálmrós hér einkasýningu á fimmleikum í bílskúrnum, dró okkur eitt og eitt í einu til að sýna fimleikahæfileika sína, sem eru þó nokkrir, en mig grunar að sönghæfileikarnir séu meiri þó að það reyndi ekki á þá í þetta sinn.

Á milli jóla og nýárs munum við hjónin snæða árlegan kvöldverð ásamt félögum Visis og eiginkonum þeirra, að loknum aðalfundi félagsins, á veitingastaðnum Vocal sem er í Flughótelinu hér í Keflavík.

Við hjónin létum verða af því að dveljast upp í sumarbústað um áramótin í fyrsta skiptið og var það frábær upplifun.  Veður var stillt og heiðskýrt. Það var alveg frábær upplifun að sjá hvað flugeldar nutu sín mikið betur án þess að ljós frá bæ og borg trufluðu sýn, kveiktum við upp í arninum úti, borðum góðan mat og nutum kvöldsins, gestir komu rétt fyrir miðnætti til okkar og skáluðum við fyrir nýju ári, töluvert var um að fólk væri í bústöðum í skóginum og mikið um flugelda...

Svona endaði árið 2010. Óskum við ykkur gleðilegs árs 2011.

Síðast uppfært: Mánudagur, 16. maí 2011 14:32